Lífið

Prestur skrifar bók um líkfund

Pálmi Kormákur skrifar
Fritz Már Jörgensson prestur og rithöfundur.
Fritz Már Jörgensson prestur og rithöfundur. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson
„Þetta hefur ekkert með það að gera að ég sé prestur,“ segir Fritz Már Jörgensson, rithöfundur og prestur við Keflavíkurkirkju, sem gaf á dögunum út sína fjórðu glæpasögu.

Bókin ber titilinn Líkið í kirkjugarðinum og fjallar um konu sem áreitt er af eltihrelli og um líkfund í Hólavallakirkjugarði.

Fritz segist ánægður með viðtökurnar. „Það hefur gengið ótrúlega vel, það er gaman að gefa út bók í byrjun sumars og í kilju. Krimmarnir passa vel í kiljuformið.“

Fritz segir titil bókarinnar ekki vera tilvísun í prestsstörf hans.

„Nafnið á bókinni er bara tilvísun í söguna, ég les mikið og hef alltaf haft gaman af því að skrifa, norrænu krimmarnir eru uppáhalds bækurnar mínar og urðu til þess að ég byrjaði að skrifa sjálfur.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×