Love Guru gefur út nýtt lag, myndband og nýja plötu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2019 13:30 Í myndbandinu fær Love Guru aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) Tónlistarmaðurinn Love Guru gaf út nýtt lag á föstudaginn og ber lagið nafnið Lífið er ljúft en í laginu er kvennastuðgríndúettinn Bergmál. „Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru. „Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“ Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.Love Guru á sviðinu um helgina.Í myndbandinu fær hann aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) þar sem Þórður (eldri) dansar um götur Reykjavíkur og ylströndina á sólríkum sumardegi sem lýsir stemmunni í laginu nokkuð vel, Lífið er ljúft. Þann 9. júní mun Love Guru koma fram á Kótelettunni á Selfossi í áttunda skipti og ætlar hann að nota tækifærið og gefa út brakandi nýja plötu á Spotify þann dag, Dansaðu fíflið þitt, Dansaðu! Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið „Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“ Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið. Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Love Guru gaf út nýtt lag á föstudaginn og ber lagið nafnið Lífið er ljúft en í laginu er kvennastuðgríndúettinn Bergmál. „Lagið átti fyrst að vera óður til markahróksins Tryggva Guðmundssonar og voru fyrstu drög lagsins samin þegar Tryggvi sló markametið í efstu deild á Íslandi, fyrir einhverjum 7 árum eða svo,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Love Guru. „Ekkert varð úr því og var lagið hirt aftur upp úr skúffunni tveimur árum síðar þegar planið var að nota að sem sumarsmell útvarpsþáttarins Hansastél sem ég og Salka Sól stjórnuðu. Aftur varð lítið úr og lagðist þá smellurinn í dvala í önnur tvö ár þegar ákveðið var að gefa hinni kynþokkafullu fitubollu, Love Guru lagið.“ Nú fjórum upptökustjórum og átta remixurum síðar er Love Guru tilbúinn að hleypa laginu út í sólina. Bergmál stúlkurnar hafa áður sungið með Gura en þær tóku þátt í ætluðu dansæði Jackinu fyrir nokkrum árum en það æði hefur aðeins látið standa á sér.Love Guru á sviðinu um helgina.Í myndbandinu fær hann aftur aðstoð frá Þórði Erni Guðmundssyni (70 ára, Papa Guru) þar sem Þórður (eldri) dansar um götur Reykjavíkur og ylströndina á sólríkum sumardegi sem lýsir stemmunni í laginu nokkuð vel, Lífið er ljúft. Þann 9. júní mun Love Guru koma fram á Kótelettunni á Selfossi í áttunda skipti og ætlar hann að nota tækifærið og gefa út brakandi nýja plötu á Spotify þann dag, Dansaðu fíflið þitt, Dansaðu! Þar má finna nokkur lög sem áður hafa komið „Það má finna marga merkilega og góða gesti á plötunni, Biggi Veira úr GusGus aðstoðaði bolluna með taktinn í einu lagi, Helgi Sæmundur úr Úlfi Úlfi gerði sexý takt rétt eins og Addi ofur.“ Hér er hægt að fylgjast með Love Guru á Facebook en hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lagið.
Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“