Lífið

Borgaði fólki út á götu tíu þúsund dollara fyrir að borða draugapiparinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólk féll vel fyrir þessari tilraun.
Fólk féll vel fyrir þessari tilraun.
Draugapiparinn eða Bhut Jolokia er talinn vera sjöundi sterkasti pipar heims og hafa margir reynt að bragða á honum á samfélagsmiðlum og sýnt frá því.

Niðurstaðan er oftast skelfileg og ræður fólk illa við verkefnið.

YouTube-stjarnan Mr. Beast fór aftur á móti út á meðal almennings og var tilbúinn að borga fólki tíu þúsund dollara eða því sem samsvarar rúmlega 1,2 milljónum króna fyrir það eitt að borða draugapiparinn. 

Aftur á móti voru liðsmenn Mr. Beast ekki með alvöru draugapipar og voru í raun bara að athuga hvernig fólk myndi bregðast við. 

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst en þegar líður á innslagið þarf fólk einnig að leysa allskonar verkefni sem ættu að reynast erfið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×