TED-fyrirlestur Sólveigar: Hætti að slökkva elda og sneri við blaðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2019 12:30 Sólveig hætti í fjármálageiranum og sneri sér að jóga. Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari hélt TED – fyrirlestur í Peterborough núna í vor og fjallar fyrirlesturinn um ástina og hversu sterk hún getur verið. Í gær kom myndband af fyrirlestrinum inn á YouTube-rás TED og ber fyrirlesturinn nafnið Why I think love is powerful. Sólveig er fyrrverandi verðbréfamiðlari sem hefur nú snúið sér alfarið að jógakennslu. Sólveig á þrjú ung börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna öðrum. Hún algjörlega umturnaði lífi sínu, hætti starfi sínu í fjármálageiranum og hóf að iðka og kenna jóga af miklum móð fyrir nokkrum árum. Í fyrirlestrinum segir Sólveig að hún hafi þurft að taka þá ákvörðun að hætta fyrri lífstíl og starfi sem gekk einna helst út á það að slökkva elda allsstaðar. Sólveig segist hafa gert sér grein fyrir því að hún myndi brenna út ef hún myndi halda áfram á sömu braut og ákvað því að segja upp starfi sínu í fjármálageiranum.Elskaðu óskilyrðislaust „Það vilja margir meina að árið 2030 verði hægt að rekja flestalla sjúkdóma til stress og streitu,“ sagði Sólveig í Peterborough sem ákvað á sínum tíma að einbeita sér að ástinni og fjallar ítarlega um þær tilfinningar í fyrirlestrinum. „Þegar ástin veldur okkur sársauka þá lokast maður algjörlega og tekst á við sársaukann með mismunandi hætti. Við gætum tekið upp á því að borða of mikið, æfa og mikið, vinna of mikið eða jafnvel fara misnota fíkniefni. Við erum endalaust að sækjast eftir samþykki frá öðrum.“ Hún segir að fólk verði að læra að elska óskilyrðislaust. „Þegar við finnum að við þurfum að laga einhvern, þá erum við bara að yfirfæra okkar eigin vandamál og sársauka yfir á aðra manneskju og oftast með mjög takmörkuðum árangri. Við getum ekki lagað aðrar manneskjur, við getum bara verið til staðar. Einbeitið ykkur að ykkur sjálfum, það er ekki sjálfselska að leyfa ykkar eigin hamingju að verða forgangsatriði.“ Hér að neðan má sjá fyrirlesturinn í heild sinni. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari hélt TED – fyrirlestur í Peterborough núna í vor og fjallar fyrirlesturinn um ástina og hversu sterk hún getur verið. Í gær kom myndband af fyrirlestrinum inn á YouTube-rás TED og ber fyrirlesturinn nafnið Why I think love is powerful. Sólveig er fyrrverandi verðbréfamiðlari sem hefur nú snúið sér alfarið að jógakennslu. Sólveig á þrjú ung börn og sameinar ástríðu sína fyrir jóga og heilsurækt með því að kenna öðrum. Hún algjörlega umturnaði lífi sínu, hætti starfi sínu í fjármálageiranum og hóf að iðka og kenna jóga af miklum móð fyrir nokkrum árum. Í fyrirlestrinum segir Sólveig að hún hafi þurft að taka þá ákvörðun að hætta fyrri lífstíl og starfi sem gekk einna helst út á það að slökkva elda allsstaðar. Sólveig segist hafa gert sér grein fyrir því að hún myndi brenna út ef hún myndi halda áfram á sömu braut og ákvað því að segja upp starfi sínu í fjármálageiranum.Elskaðu óskilyrðislaust „Það vilja margir meina að árið 2030 verði hægt að rekja flestalla sjúkdóma til stress og streitu,“ sagði Sólveig í Peterborough sem ákvað á sínum tíma að einbeita sér að ástinni og fjallar ítarlega um þær tilfinningar í fyrirlestrinum. „Þegar ástin veldur okkur sársauka þá lokast maður algjörlega og tekst á við sársaukann með mismunandi hætti. Við gætum tekið upp á því að borða of mikið, æfa og mikið, vinna of mikið eða jafnvel fara misnota fíkniefni. Við erum endalaust að sækjast eftir samþykki frá öðrum.“ Hún segir að fólk verði að læra að elska óskilyrðislaust. „Þegar við finnum að við þurfum að laga einhvern, þá erum við bara að yfirfæra okkar eigin vandamál og sársauka yfir á aðra manneskju og oftast með mjög takmörkuðum árangri. Við getum ekki lagað aðrar manneskjur, við getum bara verið til staðar. Einbeitið ykkur að ykkur sjálfum, það er ekki sjálfselska að leyfa ykkar eigin hamingju að verða forgangsatriði.“ Hér að neðan má sjá fyrirlesturinn í heild sinni.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira