Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 20:46 Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. Vísir/Jóhann K Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi með kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins, sem er með málið til skoðunar, vegna óánægju með rekstur ríkislögreglustjóra á lögreglubílum. Félagið vill að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði alfarið lögð niður.Heimildir RÚV herma að lögreglustjórar landsins ætli að funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins á föstudag og að mikil óánægja sé innan lögreglunnar með rekstur bílamiðstöðvarinnar. Sum lögregluembættin hafi farið þá leið að taka bíla á leigu sem hafi reynst ódýrara en að leigja af bílamiðstöðinni. Fyrirkomulagið í núverandi mynd er þannig að ríkislögreglustjóri rekur bílamiðstöð lögreglunnar og lögregluembættin leigja lögreglubílana af ríkislögreglustjóra. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér tilkynningu í kjölfar félagsfundar um málið. Þar segir að mikilvægt sé að sérsveitin verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir. Lögreglufélagið beinir þeim tilmælum til Landssambands lögreglumanna að „standa í lappirnar, lögreglumönnum til heilla í þeim málum er varðar ríkislögreglustjóra“.Lögreglufélagið vill að Landsamband lögreglumanna standi í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra.Vísir/Jóhann KÍ tilkynningunni er minnt á að á landsþingi Landssambands lögreglumanna árið 2014 hefðu þrjár ályktanir verið samþykktar sem allar beindust gegn störfum ríkislögreglustjóra. „Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað. Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé“. Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. Lögreglan Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56 Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi með kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins, sem er með málið til skoðunar, vegna óánægju með rekstur ríkislögreglustjóra á lögreglubílum. Félagið vill að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði alfarið lögð niður.Heimildir RÚV herma að lögreglustjórar landsins ætli að funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins á föstudag og að mikil óánægja sé innan lögreglunnar með rekstur bílamiðstöðvarinnar. Sum lögregluembættin hafi farið þá leið að taka bíla á leigu sem hafi reynst ódýrara en að leigja af bílamiðstöðinni. Fyrirkomulagið í núverandi mynd er þannig að ríkislögreglustjóri rekur bílamiðstöð lögreglunnar og lögregluembættin leigja lögreglubílana af ríkislögreglustjóra. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér tilkynningu í kjölfar félagsfundar um málið. Þar segir að mikilvægt sé að sérsveitin verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir. Lögreglufélagið beinir þeim tilmælum til Landssambands lögreglumanna að „standa í lappirnar, lögreglumönnum til heilla í þeim málum er varðar ríkislögreglustjóra“.Lögreglufélagið vill að Landsamband lögreglumanna standi í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra.Vísir/Jóhann KÍ tilkynningunni er minnt á að á landsþingi Landssambands lögreglumanna árið 2014 hefðu þrjár ályktanir verið samþykktar sem allar beindust gegn störfum ríkislögreglustjóra. „Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað. Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé“. Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.
Lögreglan Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56 Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56
Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15