Innlent

Heið­veig mun ekki lúta kröfum Sjó­manna­fé­lagsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands.
Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, segir ljóst að framboð hennar muni ekki safna meðmælum til framboðs aftur. Heiðveig sækist eftir kjöri til stjórnar Sjómannafélags Íslands en fyrra framboð hennar var dæmt ógilt og óvíst er hvort það verði gert aftur en kjörstjórn taldi framboð hennar ófullnægjandi, fór fram á lagfæringar og 100 undirskriftir til viðbótar. Mbl greindi fyrst frá málinu.

Kjörstjórn hefur gefið  framboði Heiðveigar frest þar til á hádegi á morgun til að skila endurbættu framboði en Heiðveig segir að um túlkunaratriði sé að ræða í Facebook-færslu. Heiðveig hefur farið fram á að tveir af þeim þremur sem sitja nú í kjörstjórn segi af sér. Hún telur Jónas Þór Jónasson og Guðmundur Hallvarðsson vanhæfa vegna aðkomu þeirra að því að reka hana úr félaginu í fyrra til að dæma framboðið ógilt.

Sjá einnig: Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap

Hallveig er í framboði fyrir B-listann og segir hann vilja mann í kjörstjórn sem væri talið eðlilegt í öllum öðrum stéttarfélögum. Boðað var aftur til kosninga í stjórn Sjómannafélagsins eftir að félagsdómur dæmdi henni í hag eftir að framboð hennar var dæmt ógilt og henni vísað úr félaginu.

Kjörstjórn hefur nú dæmt framboðið ógilt þar sem hún segir það ófullnægjandi vegna þess að frambjóðendur séu ekki úr öllum starfsgreinum og endurspegli því ekki sjónarmið og áherslur allra félaga.

Kjörstjórn mun funda á þriðjudag til að taka ákvörðun um lögmæti listans og byggja þá ákvörðun á lögum félagsins en framboð Heiðveigar hefur óskað eftir fundi á þriðjudag með kjörstjórn til að fara yfir málin. Heiðveig segir að nýjum undirskriftum verði ekki skilað.

Sjá einnig: Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug

Heiðveig segir Benóný Harðarson, starfsmann VM og hlutlausan aðila í kjörstjórn, hafa haft samband við sig og sagst vilja leysa málin. Hún segir Benóný hafa tekið vel í þá ósk að fulltrúi framboðs hennar fundaði með kjörstjórn á þriðjudag en í samtali við mbl.is sagði Benóný að erindið hafi verið borið upp við hina aðila kjörstjórnar en enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort að óskin um fundinn yrði uppfyllt.


Tengdar fréttir

Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins

Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×