Lífið

Loftbelgnum brást bogalistin í beinni

Andri Eysteinsson skrifar
Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst belgurinn ekki á flug í tæka tíð.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst belgurinn ekki á flug í tæka tíð. Stöð2

Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins.

Loftbelgnum sem um ræðir er stýrt af þeim Mikael Klingberg og Anders Brobjer frá Noregi og Svíþjóð og vöktu þeir athygli borgarbúa í gærkvöldi er þeir flugu frá Reykjavíkurflugvelli að Höfða við Borgartún skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöld. Loftbelgurinn er hér staddur vegna flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun vegna 100 ára afmælis íslensks flugs.

Á ögurstundu gekk flugtakið þó ekki sem skyldi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir flugstjóranna og hvatningarorð Kristjáns Más og Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Úr varð kostuleg uppákoma sem sjá má í spilaranum hér að neðan.

Þess ber þó að geta að loftbelgurinn og Kristján Már náðu á loft skömmu eftir að beinu útsendingunni var hætt.


Tengdar fréttir

Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld

Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.