Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um Downton Abbey

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rómantíkin svífur yfir vötnum í Downton Abbey.
Rómantíkin svífur yfir vötnum í Downton Abbey. Skjáskot/Youtube

Fyrsta stiklan úr væntanlegri kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttunum Downton Abbey kom út í dag. Aðdáendur þáttanna hafa beðið myndarinnar með eftirvæntingu og fá nú loksins nasasjón af því sem Crawley-fjölskyldan bardúsar um þessar mundir.

Svo virðist sem fjölskyldan taki á móti konunglegum gestum og þá er velta lykilpersónur upp áætlunum um að flytja burt af herragarðinum.

Sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015 og í fyrra var svo loksins staðfest að ráðast ætti í gerð kvikmyndar um sömu persónur. Stikluna má sjá hér að neðan en myndin er væntanleg í kvikmyndahús í september.


Tengdar fréttir

Birta kitlu fyrir kvikmyndina um Downton Abbey

Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.