Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 18:46 Michelle Dockery leikur eina aðalpersónu þáttanna, lafði Mary Crawley. Vísir/Getty Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25