Lífið

Reynir að synda í sundlaug fullri af hlaupi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mark Rober er mjög vinsæll á YouTube.
Mark Rober er mjög vinsæll á YouTube.

Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti.

Í nýjasta myndbandinu athugar hann hvort hægt sé að synda í sundlaug fullri af hlaupi. Alls kom hann fyrir 15 tonnum af hlaupi í lauginni og reyni að athafna sig ofan í lauginni.

Rober  vann áður hjá NASA og hannaði búnað sem er um borð í Curiosity, vélmenni NASA á Mars og er því mikill vísindamaður.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þessum magnaða manni en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið yfir 13 milljón sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.