Lífið

Portman svarar Moby og kannast ekki við að hafa verið í ástarsambandi með honum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Moby vill meina að hann hafi verið í ástarsambandi við Natlie Portman.
Moby vill meina að hann hafi verið í ástarsambandi við Natlie Portman. vísir/getty

Leikkonan Natalie Portman gagnrýnir tónlistarmanninn Moby eftir að í ljós kom að í nýrri sjálfsævisögu hans komi fram að hann og Portman hafi átt í ástarsambandi á sínum tíma.

Moby talar þar um að fyrir tuttugu árum hafi þau átt í stuttu ástarsambandi þegar hann var 33 ára og hún tvítug. Í bókinni kemur fram að þau hafi oft farið saman í partý í New York og að hann hafi stundum mætt í Harvard, þar sem hún var í námi, og þau kysst undir trjánum fyrir utan skólann.

„Það kom mér vægast sagt á óvart að lesa þetta. Ég man bara eftir eldri krípi manni sem reyndi að nálgast mig þegar ég var að klára námið,“ segir Portman í samtali við Harper´s Bazaar.  

„Hann talar um að ég hafi verið tvítug en í rauninni var ég bara táningur og nýorðin 18 ára. Útgefandinn hefur ekki kannað málið vel og ekki einu sinni aldur minn.“

Í bókinni kemur fram að þau hafi byrjað sitt samband í september 1999 en Portmann er fædd í júní 1981 sem þýðir að þar hafi hún verið 18 ára.

„Þetta er notað til að selja bókina sem er mjög truflandi fyrir mig.“

Moby hefur svarað gagnrýni Portman með því að birta eldri mynd af þeim saman og stendur tónlistarmaðurinn fast á sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.