Lífið

Drengjarokkband sem gerði allt vitlaust í Britain´s Got Talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaðir ungir drengir.
Magnaðir ungir drengir.
Drengjasveitin Chapter 13 mætti í áheyrnaprufu í Britain´s Got Talent á dögunum og slógu rækilega í gegn. Þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Um er að ræða fjóra stráka á aldrinum 14-15 og fluttu þeir sína eigin útgáfu af lögunum Signed Sealed Delivered og Superstition eftir goðsögnina Stevie Wonder.

Alvöru band sem gerði allt vitlaust í salnum. Þeir voru það góðir að Amanda Holden ýtti á gullhnappinn fræga sem fer með þá sjálfkrafa í undanúrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×