Tónlist

Föstudagsplaylisti Birgittu Haukdal

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Birgitta þurfti ekki langan tíma til að hugsa sig um með lagavalið og sló líklega eitthvað tímamet í lagalistasamsetningu.
Birgitta þurfti ekki langan tíma til að hugsa sig um með lagavalið og sló líklega eitthvað tímamet í lagalistasamsetningu. Vísir/Vilhelm

Birgittu Haukdal Brynjarsdóttur þarf vart að kynna. Hún átti farsælan feril með sveitinni Írafár í kringum aldamótin og er þjóðþekkt fyrir vikið.

Hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2003 með laginu Open your heart og uppskar áttunda sætið.

Síðustu ár hefur hún skrifað fjölmargar barnabækur um „hina lífsglöðu Láru“. Ein þeirra var mikið í deiglunni í lok síðasta árs.

Á döfinni hjá Birgittu er aldamótatónleikar í Háskólabíói 18. október, þar sem hún kemur fram ásamt Hreimi í Landi & sonum, Magna í Á móti sól, Írisi í Buttercup, Einari Ágústi í Skítamóral og fleiri góðum.

Ef eitthvað er að marka lagaval Birgittu, virðist hún ekki feimin við að henda heimsþekktum hitturum á fóninn. Það er kannski engin furða að slík hittaramaskína raði saman svona miklum slagaralista.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.