Trans maður rakar sig í fyrsta skipti í auglýsingu frá Gillette Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 22:05 Gillette Rakstursvöru fyrirtækið Gillette birti nýja auglýsingu á fimmtudag sem sýnir það þegar trans maður rakar sig í fyrsta skiptið með hjálp föður síns. Myndbandið sýnir Samson Brown og pabba hans, sem kennir honum að raka sig. „Hvenær sem er, hvar sem er, hvernig sem það gerist – fyrsti raksturinn þinn er einstakur,“ var yfirskrift myndbandsins. Samson segir í myndbandinu: „Ég er á þeim stað í manndómi mínum þar sem ég er í rauninni hamingjusamur. Það er ekki bara ég sem er að breytast, heldur eru allir í kring um mig að breytast.“ „Takk kærlega Gillette,“ skrifaði Samson í athugasemd við nýju auglýsinguna. „Fyrir að leyfa mér að deila svona mikilvægu augnabliki í lífi karlmanns með föður mínum.“ „Ég hlakka til frábæru hlutanna sem þið munuð halda áfram að gera til að hvetja okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.“ „Takk fyrir að deila sögu þinni, Samson!“ svaraði Gillette. „Við erum mjög ánægð að hafa fengið að sýna þetta einstaka augnablik sem þið pabbi þinn deilduð og erum stolt að hafa unnið með þér.“ „Takk fyrir hugrekki þitt og sjálfstraust til að deila vegferð þinni að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér!“ skrifuðu þau.Samson Brown rakar sig í fyrsta skiptið.skjáskotGillette greip athygli heimsins fyrr á árinu þegar þau birtu stuttmynd sem fjallaði um eitraða karlmennsku og tók skýra afstöðu til Me Too byltingarinnar. „Að leggja í einelti. Að áreita,“ skrifaði Gillette í yfirskrift myndbands á YouTube. „Er þetta það besta sem maður getur verið?“ „Það er aðeins með því að skora á sjálfa okkur til að gera meira sem við komumst nær því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Að segja það rétta, að gera það rétta,“ bættu þau við. Margir hrósuðu fyrirtækinu fyrir frumkvæðið en stór hópur einstaklinga var óánægður og taldi fyrirtækið vera of pólitískt. Þessi hópur fólks fór að nota myllumerkið #BoycottGillette, sem þýðist sem „sniðgöngum Gillette“ og sögðust aldrei ætla að kaupa vörur fyrirtækisins aftur. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Rakstursvöru fyrirtækið Gillette birti nýja auglýsingu á fimmtudag sem sýnir það þegar trans maður rakar sig í fyrsta skiptið með hjálp föður síns. Myndbandið sýnir Samson Brown og pabba hans, sem kennir honum að raka sig. „Hvenær sem er, hvar sem er, hvernig sem það gerist – fyrsti raksturinn þinn er einstakur,“ var yfirskrift myndbandsins. Samson segir í myndbandinu: „Ég er á þeim stað í manndómi mínum þar sem ég er í rauninni hamingjusamur. Það er ekki bara ég sem er að breytast, heldur eru allir í kring um mig að breytast.“ „Takk kærlega Gillette,“ skrifaði Samson í athugasemd við nýju auglýsinguna. „Fyrir að leyfa mér að deila svona mikilvægu augnabliki í lífi karlmanns með föður mínum.“ „Ég hlakka til frábæru hlutanna sem þið munuð halda áfram að gera til að hvetja okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.“ „Takk fyrir að deila sögu þinni, Samson!“ svaraði Gillette. „Við erum mjög ánægð að hafa fengið að sýna þetta einstaka augnablik sem þið pabbi þinn deilduð og erum stolt að hafa unnið með þér.“ „Takk fyrir hugrekki þitt og sjálfstraust til að deila vegferð þinni að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér!“ skrifuðu þau.Samson Brown rakar sig í fyrsta skiptið.skjáskotGillette greip athygli heimsins fyrr á árinu þegar þau birtu stuttmynd sem fjallaði um eitraða karlmennsku og tók skýra afstöðu til Me Too byltingarinnar. „Að leggja í einelti. Að áreita,“ skrifaði Gillette í yfirskrift myndbands á YouTube. „Er þetta það besta sem maður getur verið?“ „Það er aðeins með því að skora á sjálfa okkur til að gera meira sem við komumst nær því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Að segja það rétta, að gera það rétta,“ bættu þau við. Margir hrósuðu fyrirtækinu fyrir frumkvæðið en stór hópur einstaklinga var óánægður og taldi fyrirtækið vera of pólitískt. Þessi hópur fólks fór að nota myllumerkið #BoycottGillette, sem þýðist sem „sniðgöngum Gillette“ og sögðust aldrei ætla að kaupa vörur fyrirtækisins aftur.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira