Erlent

Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið

Kjartan Kjartansson skrifar
May forsætisráðherra.
May forsætisráðherra. Vísir/EPA
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að leggja fram frumvarp um framkvæmd útgöngusamnings síns við Evrópusambandið fyrir breska þingið í byrjun júní. Þingmenn hafa þegar hafnað samningnum í þrígang og veittu May í leiðinni stærsta ósigur nokkurs bresks forsætisráðherra í þinginu.Talsmaður ríkisstjórnar May staðfesti í kvöld að hún myndi leggja fram frumvarp um framkvæmd samningsins í fyrstu viku júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nauðsynlegt væri að taka samninginn fyrir þá ef ganga ætti frá útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir sumarfrí þingmanna. Ákvörðunin var tilkynnt eftir að May fundaði með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins fyrr í kvöld.Fréttaskýrandi BBC segir að frumvarpið sé aðskilið sjálfum útgöngusamningnum þrífellda. Bretland verði að leiða útgöngusamning May í lög. Útspilið gæti keypt May meiri tíma til viðræðna við stjórnarandstöðuna um næstu skref.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.