Bíó og sjónvarp

Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell

Birgir Olgeirsson skrifar
McAdams er í Ísrael til að kynna sér Eurovision-keppnina.
McAdams er í Ísrael til að kynna sér Eurovision-keppnina. Vísir/Getty

Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. 

Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar.

„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“

McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight

Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. 

Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.