Enski boltinn

Sjáðu hvaða leikmenn Liverpool gerðu eftir síðasta leikinn á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker leikur sér við dóttur sína eftir leikinn á Anfield. Hún heitir Helena og er fædd árið 2017.
Alisson Becker leikur sér við dóttur sína eftir leikinn á Anfield. Hún heitir Helena og er fædd árið 2017. Getty/Catherine Ivill

Liverpool tókst ekki að tryggja sér langþráðan Englandsmeistaratitil um helgina en stemmning á Anfield var engu að síður mögnuð í síðasta heimaleiknum á þessi mjög svo eftirminnilega tímabili.

Liverpool hefur nú sett saman myndband frá lokaleiknum á móti Wolves á sunnudaginn var en Liverpool gerði þar sitt og vann 2-0 sigur. Vandamálið var bara að Manchester City vann sinn leik á sama tíma og tryggði sér titilinn annað árið í röð.

Inside Anfield sýnir leikinn á móti Úlfunum frá nýjum sjónarhornum og í því nýjasta má vel greina þessa ótrúlegu stemmningu sem var í kringum Anfield á þessum sólardegi í Liverpool.

Í myndbandinu má líka sjá senurnar eftir leikinn þegar leikmenn Liverpool þökkuðu fyrir stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn á tímabilinu.

Nokkrir leikmanna liðsins fengu líka afhent verðlaun við mikinn fögnuð viðstaddra.

Það má síðan sjá í myndbandinu hvað leikmennirnir gerðu eftir síðasta leikinn á Anfield en þeir komu þá inn á völlinn með börnum sínum og mökum.

Dagurinn endaði síðan á því að Trent Alexander-Arnold og vinir hans léku sér saman í fótbolta á Anfield grasinu.

Stuðningsmennirnir sungu nær allan tímann eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.