Sparkað í heimilislausa Benedikt Bóas skrifar 18. maí 2019 15:00 Góðgerðarleikur, Eurovision 2019. Allir samankomnir eftir leik með bros á vör og góða skapið að vopni. Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur. Eurovision Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur.
Eurovision Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira