Tónlist

Ein stærsta rafhljómsveit sögunnar kemur fram í Gamla Bíói í september

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin var stofnuð upphaflega árið 1967.
Sveitin var stofnuð upphaflega árið 1967.

Í gær var tilkynnt um komu Tangerine Dream til Íslands en hún mun spila í Gamla Bíói laugardaginn 14. september á 10 ára afmæli Extreme Chill hátíðarinnar.

Tangerine Dream hefur undanfarin fimmtíu ár verið óþreytandi við að skapa sinn stóra hljóðheim. Hljómsveitin var stofnuð árið 1967 af Edgar Froese í Þýskalandi og hefur síðan gefið út yfir hundrað frumsamdar plötur, samið tónlist við fjölda kvikmynda og tölvuleikja og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna.

Eftir andlát Froese árið 2015 hafa eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, Thorsten Quaesching, Ulrich Schnauss og Hoshiko Yamane, haldið merki sveitarinnar og stofnanda á lofti í náinni samvinnu við Bianca Froese, ekkju Edgar Froese.

Platan Quantum Gates kom út 2017 og í kjölfarið hafa fylgt tónleikar á stöðum eins og Dekmantel, Flow Festival og Barbican Hall í London.

Miðasala fer fram á midi.is og heimasíðu Extreme Chill hátíðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.