Fréttir vikunnar með Joey Christ: Crossfit, Drake og tískurisar við Hafnartorg Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2019 15:30 Jóhann Kristófer starfar sem útvarpsmaður á 101 Radio. Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá Útvarp 101 að þessu sinni. Þar fer hann meðal annars yfir þessar fréttir:Reykjavík Crossfit ChampionshipUm helgina fer fram alþjóðlegt krossfitmót í Reykjavík. Mótið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er forkeppni fyrir Krossfitleikana sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Von er á fjölda keppenda frá öllum heimshornum en áhugavert verður að fylgjast með fyrstu þrautinni en hún er Esjuhlaup upp að Steini. Katrín Tanja og Annie Mist munu etja kappi í sérliðnum Dóttir þar sem útkljáð verður í eitt skipti fyrir öll hver sé hin raunverulega Dóttir.Drake slær Taylor Swift viðBillboard verðlaunin voru haldin með pompi og prakt vestanhafs í nótt og er óhætt að segja að okkar allra mýksti kanadamaður Drake hafi verið sigurvegari kvöldsins. Drake fór heim með 12 verðlaun og hefur þá alls unnið til 27 billboard verðlauna og slegið met Taylor Swift sem hefur unnið 23. Kóreska ofurbandið BTS var fyrsta K-Popp hljómsveitin til að fá verðlaun sem hljómsveit ársins í popp flokki. Meðal annarra verðlaunahafa voru Ariana Grande, Cardi B, Ozuna, Juice WRLD og fleiri!Nýtt upphaf á HafnartorgiEftir marga mánuði af framkvæmdum er loksins farið að kvikna líf á Hafnartorgi. Fyrr í vor bárust fréttir þess efnis að tískurisarnir Gucci, Louis Vuitton og Prada væru búin að taka frá verslunarrými undir lúxusbúðir á torginu. Núna um helgina opnar svo íslenska tískuvöruverslunin GK Reykjavík nýja verslun á svæðinu en blásið verður til mikillar veislu í dag föstudaginn 3. maí. Boðið verður upp á drykki og því er kjörið að mæta í sínu fínasta, sýna sig og sjá aðra. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Sjá meira
Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá Útvarp 101 að þessu sinni. Þar fer hann meðal annars yfir þessar fréttir:Reykjavík Crossfit ChampionshipUm helgina fer fram alþjóðlegt krossfitmót í Reykjavík. Mótið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er forkeppni fyrir Krossfitleikana sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Von er á fjölda keppenda frá öllum heimshornum en áhugavert verður að fylgjast með fyrstu þrautinni en hún er Esjuhlaup upp að Steini. Katrín Tanja og Annie Mist munu etja kappi í sérliðnum Dóttir þar sem útkljáð verður í eitt skipti fyrir öll hver sé hin raunverulega Dóttir.Drake slær Taylor Swift viðBillboard verðlaunin voru haldin með pompi og prakt vestanhafs í nótt og er óhætt að segja að okkar allra mýksti kanadamaður Drake hafi verið sigurvegari kvöldsins. Drake fór heim með 12 verðlaun og hefur þá alls unnið til 27 billboard verðlauna og slegið met Taylor Swift sem hefur unnið 23. Kóreska ofurbandið BTS var fyrsta K-Popp hljómsveitin til að fá verðlaun sem hljómsveit ársins í popp flokki. Meðal annarra verðlaunahafa voru Ariana Grande, Cardi B, Ozuna, Juice WRLD og fleiri!Nýtt upphaf á HafnartorgiEftir marga mánuði af framkvæmdum er loksins farið að kvikna líf á Hafnartorgi. Fyrr í vor bárust fréttir þess efnis að tískurisarnir Gucci, Louis Vuitton og Prada væru búin að taka frá verslunarrými undir lúxusbúðir á torginu. Núna um helgina opnar svo íslenska tískuvöruverslunin GK Reykjavík nýja verslun á svæðinu en blásið verður til mikillar veislu í dag föstudaginn 3. maí. Boðið verður upp á drykki og því er kjörið að mæta í sínu fínasta, sýna sig og sjá aðra.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Sjá meira