Sögð leita logandi ljósi að góðum almannatengli í skugga háskólaskandals Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2019 10:49 Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli. AP/Steven Senne Tveir þekktir almannatenglar í Bandaríkjunum, sem kjósa að koma ekki fram undir nafni, segja að bandaríska leikkonan Lori Loughlin, sem er þekktust fyrir frammistöðu sína í þáttunum Fuller House, og eiginmaður hennar og tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli leiti nú logandi ljósi að hinum eina rétta almannatengli sem gæti bætt laskaða ímynd þeirra og náð tökum á samfélagslegri umræðu eftir að í ljós kom að hjónin hefðu borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum inn í virtan háskóla í Kaliforníu og logið því að þær væru afreksíþróttakonur í róðri. Hjónin sæta ákæru vegna málsins. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt mútum og svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu.Sjá nánar: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti Almannatenglarnir sem eru þekktir fyrir störf á sviði krísustjórnunar segja í samtali við CNN að hjónin hefðu leitað til þeirra. Loughlin taki illt umtal mjög nærri sér og lesi nánast allt sem skrifað sé um sig í blöðunum. „Ég trúi því í alvörunni að hún [Lori Loughlin] haldi að hún sé ekki að fara í fangelsi og að hún geti snúið aftur í vinnu“. Þeir segjast hafa hafnað boði hjónanna og ráðlagt þeim heldur að einbeita sér að dómsmálinu. Þegar því væri lokið væri fyrst hægt að skoða krísustjórnun. Bandaríkin Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Dr. Dre dregur færslu um dóttur sína til baka eftir að upp komst um milljarða styrki "Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum. 25. mars 2019 16:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Tveir þekktir almannatenglar í Bandaríkjunum, sem kjósa að koma ekki fram undir nafni, segja að bandaríska leikkonan Lori Loughlin, sem er þekktust fyrir frammistöðu sína í þáttunum Fuller House, og eiginmaður hennar og tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli leiti nú logandi ljósi að hinum eina rétta almannatengli sem gæti bætt laskaða ímynd þeirra og náð tökum á samfélagslegri umræðu eftir að í ljós kom að hjónin hefðu borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum inn í virtan háskóla í Kaliforníu og logið því að þær væru afreksíþróttakonur í róðri. Hjónin sæta ákæru vegna málsins. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt mútum og svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu.Sjá nánar: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti Almannatenglarnir sem eru þekktir fyrir störf á sviði krísustjórnunar segja í samtali við CNN að hjónin hefðu leitað til þeirra. Loughlin taki illt umtal mjög nærri sér og lesi nánast allt sem skrifað sé um sig í blöðunum. „Ég trúi því í alvörunni að hún [Lori Loughlin] haldi að hún sé ekki að fara í fangelsi og að hún geti snúið aftur í vinnu“. Þeir segjast hafa hafnað boði hjónanna og ráðlagt þeim heldur að einbeita sér að dómsmálinu. Þegar því væri lokið væri fyrst hægt að skoða krísustjórnun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Dr. Dre dregur færslu um dóttur sína til baka eftir að upp komst um milljarða styrki "Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum. 25. mars 2019 16:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27
„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29
Dr. Dre dregur færslu um dóttur sína til baka eftir að upp komst um milljarða styrki "Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum. 25. mars 2019 16:30