Júlían J. K. Jóhannsson fékk silfur í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum með búnaði í Plzen í Tékklandi í dag.
Júlían náði ekki gildri lyftu í frystu tveimur tilraunum sínum í hnébeygjunni og því þurfti þriðja lyftan að standa til þess að hann héldi sér inni í keppni í samanlögðu.
Þriðja lyftan fór örugglega upp, 385kg.
Í bekkpressu setti Júlían nýtt Íslandsmet, hann lyfti 315kg sem er bæting á Íslandsmeti um fimm kíló. Lyftan skilaði honum bronsverðlaunum í bekkpressu.
Júlían lyfti 385kg í réttstöðulyftu sem var þyngsta lyfta mótsins og tryggði honum gull í réttstöðulyftu.
Þar með lyfti hann samanlagt 1085kg, sem skilaði silfurverðlaunum.
Viktor Samúelsson keppti í -120kg flokki karla og varð hann fjórði samanlagt með 365kg í hnébeygju, 287,5kg í bekkpressu og 315kg í réttstöðu.
