Enski boltinn

Mikilvæg stig í súginn hjá Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa niðurlútur.
Bielsa niðurlútur. vísir/getty

Leeds tapaði 2-0 gegn Brentford í ensku B-deildinni í mikilvægum leik í dag en leikurinn var síðasti

Neal Maupay kom Brentford yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og á 62. mínútu var það Sergi Canos sem tvöfaldaði forystuna fyrir Brentford. Lokatölur 2-0.

Leeds er eftir tapið í þriðja sætinu með 82 stig og er nú þremur stigum á eftir Sheffield United er tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Patrik Sigurður Gunnarsson var varamarkvörður hjá Brentford í dag en sat allan tímann á bekknum. Brentford er í fimmtánda sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.