Lífið

Fer oft út í eitthvað algjört rugl

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það var sannarlega góðmennt á frumsýningu Kling Kling í Smárabíói á dögunum.
Það var sannarlega góðmennt á frumsýningu Kling Kling í Smárabíói á dögunum. Fréttablaðið/Mummi

Fyrsti þátturinn af KlingKling var frumsýndur í Smárabíó á föstudagskvöld en þættirnir koma úr smiðju rapparans Herra Hnetusmjörs. Í þáttunum fetar rapparinn nokkuð ótroðnar slóðir ásamt fríðu föruneyti og fer yfir það helsta sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða.

Í samtali við Fréttablaðið segir rapparinn að í þáttunum verði prófaðir hlutir sem ekki hafi áður sést í íslensku sjónvarpi en nýr gestastjórnandi verður með rapparanum í hverjum þætti. Þar á meðal eru söngvarinn Frikki Dór, Bríet og plötusnúðurinn Dóra Júlía en í fyrsta þættinum mun söngkonan GDRN stýra þættinum ásamt Herra Hnetusmjör.

„Ég fæ til mín einn gestastjórnanda og það er nýtt viðfangsefni í hverjum þætti. Þættirnir ganga út á það að við könnum nýjan hlut í hverjum þætti, í þremur mismunandi útfærslum. Í fyrsta þættinum tökum við til dæmis fyrir bíla og prófum ódýrasta, miðlungs og dýrasta,“ segir rapparinn en hann segir að viðtökurnar hafi hingað til verið afar góðar og að umfjöllunarefni í næstu þáttum muni koma fólki á óvart.

„Við prófuðum ýmislegt sem meðalmaðurinn hefur kannski ekki tök á að prófa. Eins og þegar við prófum það dýrasta sem völ er á, að þá fer þetta oft út í eitthvað algjört rugl,“ segir rapparinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.