Lífið

Tommi lék á als oddi í sjötugsafmælinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tommi fór á kostum á sviðinu.
Tommi fór á kostum á sviðinu.
Þann 4. apríl  varð Tómas Andrés Tómasson, kenndur við Hamborgabúllu Tómasar, sjötugur og bauð hann því til mikillar veislu í Gamla Bíó.Þar voru um tvö hundruð gestir og að sjálfsögðu fengu gestir meðal annars hamborgara. Meðal gesta var stórfjölskylda Tomma, nánir vinir og þrjár fyrrverandi eiginkonur ásamt mökum.Tommi æfði sleitulaust í tvö mánuði til að geta dansað og farið í 45 gráðu framhallandi stöðu eins og sjálfur Jackson. Tommi fékk Braga Valdimar Skúlason til að semja íslenskan texta við lag Micheal Jackson, Smooth Criminal, og síðan söng hann og dansaði og klæddi sig að lokum úr að ofan á sviðinu orðinn sjötugur fyrir framan gestina.Búið var að skreyta veggi Gamla Bíó með stórum plakötum með nokkrum af þeim stöðum sem Tommi hefur opnað í gegnum tíðina; Tommaborgurum, Hard Rock Café, Borginni, Festi, Ömmu Lú, Tunglinu, Skuggabar, Kaffibrennslunni, og síðast en ekki síst Hamborgarabúllu Tómasar eða Tommis Burger Joint eins og hún kallast erlendis.Þeir sem komu fram í afmælinu voru: Mr. Martini, DJ Natalie/Yamaho, Bubbi, Ari Eldjárn, Helgi Björns og SS Sól, veislustjóri kvöldsins var Kjartan Örn Sigurðsson en hér að neðan má sjá samanklippt myndband úr veislunni þar sem Tómas fer hreinlega á kostum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.