Menning

Þorleifur Örn ráðinn listrænn stjórnandi Volksbühne

Atli Ísleifsson skrifar
Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson.
Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson. mynd/elma

Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið ráðin listrænn stjórnandi (Schauspiel Director) við leikhúsið Volksbühne í Berlín. Hann tekur við stöðunni við upphaf næsta leikárs.

Í tilkynningu segir að á næstu tveimur leikárum leikstýri Þorleifur Örn þremur leiksýningum á stóra sviði hússins, auk þess að leiða listræna uppbyggingu hússins. 

Hann muni opna leikárið 2019/20 með nýju verki byggðu á Ódysseifskviðu Hómers sem hann skrifar handrit að ásamt Mikael Torfasyni.

Þorleifur kveðst í skýjunum með þetta tækifæri. „Volksbühne hefur í sögulegu samhengi verið fremsta leikhús Þýskalands. Þarna unnu Piscator og Bertold Brecht, Besson og Frank Castorf svo fáeinir séu nefndir. Volksbühne hefur á hverjum tíma verið í fremstu röð hvað varðar listrænt hugrekki bæði sem stofnun og í leikstjórn, í rannsókn á formi og eðli leikhússins og mögulegri framþróun þess,“ er haft eftir Þorleifi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.