Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 15:45 Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Vísir/Getty Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019 Donald Trump Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019
Donald Trump Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira