Sleðahundurinn Katrín Tanja ætlaði að verða lögfræðingur og sendiherra Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Katrín Tanja vill vera í vinnunni eins og sleðahundur. mynd/twitter Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan. Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan.
Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30