Sleðahundurinn Katrín Tanja ætlaði að verða lögfræðingur og sendiherra Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Katrín Tanja vill vera í vinnunni eins og sleðahundur. mynd/twitter Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan. Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan.
Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sjá meira
Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30