Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2019 11:18 Grimes fer sínar eigin slóðir í tónlistinni. getty/Vivien Killilea Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins. Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman. Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene. Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta. Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“ Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“ Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal). Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“ Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð. Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins.
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira