Tónlist

Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Grimes, réttu nafni Claire Elise Boucher, er 31 árs kanadísk tónlistarkona.
Grimes, réttu nafni Claire Elise Boucher, er 31 árs kanadísk tónlistarkona. getty/Vivien Killilea

Raftónlistarmaðurinn Grimes hefur undanfarið vakið athygli fyrir flest annað en tónlist sína, en eftir að hún opinberaði samband sitt við Elon Musk í fyrra hefur hún hvað eftir annað ratað í fréttir, með beinum eða óbeinum hætti. Óljóst þykir þó hvort þau séu enn saman.

Hvað sem sambandi hennar við Musk líður hefur Grimes frá upphafi ferils síns þótt frumleg og eftirtektarverð í tónlistarsköpun sinni. Í nótt tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nýja plötu sem ber titilinn Miss_Anthrop0cene.

Með titlinum splæsir Grimes saman orðunum fröken (e. miss), mannhatari (e. misanthrope) og anthropocene, sem er tillaga að nafni á jarðsögutímabili sem hefst á þeim tímapunkti sem áhrifa mannkynsins á jörðina fer að gæta.

Hún er háfleyg í lýsingum sínum á nýju plötunni, segir hana m.a. vera „konsept-plötu um loftslagsbreytingagyðju í mannsmynd, skynvilludjöful og geimbúa, eða fegurðar-Drottningu sem hefur nautn af endalokum heimsins.“

Hvert lag á plötunni muni vera „mismunandi holdgervingur gereyðingar mannkynsins.“

Fyrsta smáskífa plötunnar, We Appreciate Power, kom út seint á síðasta ári. Í því leikur hún sér að helstu klisjum þungarokks og þá sér í lagi hins „forboðna“ nýþungarokks (e. nu-metal) og hetjurokks (e. power metal).

Í lýsingu sinni á nýju plötunni segir hún einmitt að hún sé „mestmegnis skýjakennt nýþungarokk,“ og að hún geri sér grein fyrir því að margir „sakni hljóðgervlanna og alls þess.“

Ef eitthvað er að marka smáskífuna hefur Grimes fjarlægst „tumblr-elektróníkina“ sem einkenndi fyrri plötur hennar, og blandar í stað hennar saman klisjukenndu þungarokki og poppi í blöndu sem er í það minnsta mjög áhugaverð.

Hver veit nema að næsta plata frá henni eftir þessa reisi upp frá dauðum hina háfleygu en stuttlífu dubstep-stefnu, ef vel tekst til með þessa endurlífgun nýþungarokksins.


 
 
 
View this post on Instagram
New Album: Grimes - Miss_Anthrop0cene 1. mis·an·thrope noun: a person who dislikes humankind and avoids human society. 2. Anthropocene: The Anthropocene is a proposed epoch dating from the commencement of significant human impact on the Earth’s Geology and ecosystems including, but not limited to, anthropogenic climate change. ———————————— Just fount out my first interview in a few years is coming out tomorrow. I thought the writer was quite smart so hopefully it’s accurate haha. But just in case (cuz I’ve had some p fucked press drama this year) I’m announcing album here first: ———————————-It’s called Miss_Anthropocene. It’s a concept album about the anthropomorphic Goddess of climate Change: A psychedelic, space-dwelling demon/ beauty-Queen who relishes the end of the world. She’s composed of Ivory and Oil (I’ve done some illustrations of her if you scroll down my instagram). ——————————— I love Godly personifications of abstract/ horrific concepts (For example, Mars as the Roman God of War) — so I wanted to update the list to include our modern issues. ———————————- Each song will be a different embodiment of human extinction as depicted through a Pop star Demonology. The first song ‘we appreciate power’, introduced the pro-AI-propaganda girl group who embody our potential enslavement/destruction at the hands of Artificial General intelligence. ———————————- It’s possible I will drop an EP or a few more singles of synth-based stuff b4 the album because its mostly ethereal nu metal (ish), and I know a lot of ppl miss the synths and whatnot. ———————————- Climate change is something I’m only ever confronted with in a sad/ guilty way…. Reading news and what not… so my goal is to make climate change fun (lol..??)…. uhhh… (I mean, everybody loves a good villain... re: the joker, Queen Beryl).. so maybe it’ll be a bit easier to look at if it can exist as a character and not just abstract doom. ———————————- More musique soon! <3
A post shared by Grimezsz (@grimes) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.