Tónlist

Föstudagsplaylisti Felix Leifs

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Felix in da house.
Felix in da house. Aðsend

House-tónlistarmaðurinn Felix Leifur er iðinn við kolann, en frá honum hafa komið 5 útgáfur síðan hann hóf störf árið 2016.

Þrjár voru gefnar út af Dirt Crew Recordings en tvær af Bobby Donny.

Áður var hann annar hluti tvíeykisins Davíð & Hjalti en útgáfa þeirra RVK Moods frá 2017 vakti töluverða athygli.

Von er á sjöttu útgáfunni frá Felix 29. mars næstkomandi, en hún er fyrsta útgáfan í nýrri seríu frá Lagaffe Tales sem er titluð BROT.

Hann var einnig gestur Áskels, sem iðulega er kallaður Housekell, í þættinum Háskaleik á útvarpi 101 fyrir viku síðan.

Listann segir Felix ekki vera með neitt spes þema, bara „house og smá electro.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.