Lífið

Bryant og Delevingne brögðuðu á viðbjóðslegum réttum til að sleppa við erfiðar spurningar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skelfilegt verkefni.
Skelfilegt verkefni.
Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð.

Á dögunum fékk hann til sín körfuboltamanninn Kobe Bryant og ofurfyrirsætuna Cara Delevingne.

Fyrir framan þau voru vægast sagt viðbjóðslegir réttir. Spurningarnar voru mjög erfiðar og varð Bryant til að mynda að svara erfiðum spurningum tengdum körfuboltanum.

Cara Delevingne fékk síðan spurning tengdar tískubransanum og átti hún til að mynda að raða heimsþekktum tískufyrirtækjum frá því versta til þess besta.

James Corden slapp sjálfur ekki við að svara erfiðum spurningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×