Lífið

Sótillur David Beckham féll fyrir hrekk James Corden

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden og Beckham þekkjast vel.
Corden og Beckham þekkjast vel.

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi David Beckham og James Corden eru miklir vinir. Beckham lék einu sinni fyrir MLS-liðið L.A. Galaxy og er hann talinn besti leikmaður liðsins frá upphafi.

Í tilefni af komandi leiktíð í MLS verður stytta af Beckham fyrir utan leikvang liðsins en hann fékk að sjá styttuna fyrir fram á dögunum.

Reyndar var um hrekk að ræða sem Corden setti að svið og var styttan í meira lagi ólík knattspyrnumanninum.

Beckham var ekkert sérstaklega kátur með útkomuna og lét skoðun sína í ljós þegar í ljós kom hvernig hún leit út.

Að lokum kom James Corden fram og fékk Beckham mikið sjokk þegar hann sá vin sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.