Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 15. mars 2019 09:00 Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30
Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00
Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15
Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30
Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55