Innlent

Spá upp í 13 metra háum öldum

Birgir Olgeirsson skrifar
Útlit er fyrir að öldugangur verði mikill við S- og V-ströndina seinni partinn og fram á kvöld.
Útlit er fyrir að öldugangur verði mikill við S- og V-ströndina seinni partinn og fram á kvöld. Visir/Vilhelm
Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. Dregur úr vindi þegar líður á daginn en svo óheppilega vill til að það er stórstreymt og hefur það í för með sér aukinn öldugang á miðum og djúpum þar sem spáð er upp í 13 metra háum öldum. Sjófarendur verða ekki þeir einu sem verða varir við áhrifin af lægðinni þar sem útlit er fyrir að öldugangur verði mikill við S- og V-ströndina seinni partinn og fram á kvöld.

Á morgun kemur ný lægð og með henni sunnan hvassviðri eða stormur með rigningu en útlit er fyrir að næstu dagar einkennist af mildum suðlægum áttum og rigningu um S- og V-vert landið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×