Bleikur áberandi á Óskarnum Björk Eiðsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:00 Gemma Chan í Maison Valentino Stjarna kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hefur vakið athygli fyrir djarfan og hressandi klæðaburð á verðlaunaafhendingum nú í ár. Toppurinn var svo Óskarinn þar sem hún hreinlega bar af í skærbleikum gólfsíðum Maison Valentino kjól. Mynd/Getty Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski. Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Catherine O'Hara er látin Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski.
Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Catherine O'Hara er látin Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira