Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 17:11 Svo óheppilega vill til að teikningum skopmyndateiknarans snjalla, Halldórs Baldurssonar, svipar óneitanlega til hryllingsdúkkunnar Momo. Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“ Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“
Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05