Karlmennskan að deyja út að mati Ásdísar: Ekki sexý að konurnar séu að borga fyrir mennina Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 15:00 Ásdís í ítarlegu viðtali í Harmageddon. Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira