Karlmennskan að deyja út að mati Ásdísar: Ekki sexý að konurnar séu að borga fyrir mennina Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 15:00 Ásdís í ítarlegu viðtali í Harmageddon. Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira