Sport

Fór á hausinn eftir mótmælaaðgerðir gegn Nike og Kaepernick

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colin Kaepernick.
Colin Kaepernick. vísir/getty
Eigandi íþróttabúðar í Colorado-fylki, hefur neyðst til þess að skella í lás eftir rúmlega 20 ára rekstur. Hann tók afstöðu gegn Nike og Colin Kaepernick og það varð honum að falli.

Margir reiddust er Nike ákvað að gera Colin Kaepernick að talsmanni sínum á síðasta ári. Eigandinn, Stephen Martin, varð svo reiður að hann ákvað að hætta að selja Nike-vörur í búðinni sinni. Það var auðvitað glórulaus ákvörðun og tæpu ári síðar er búðin farin á hausinn.

„Að reka íþróttabúð án þess að vera með Nike er eins og að reka bensínstöð en ekki selja neitt bensín. Þetta er ekki hægt,“ sagði Martin svekktur en hann hætti líka við að fá Brandon Marshall, leikmann Denver Broncos, til að árita í búðinni eftir að hann komst að því að Marshall hefði farið á hné í bandaríska þjóðsöngnum fyrir leik í NFL-deildinni.

„Eins erfitt og það er að viðurkenna það þá eru fleiri stuðningsmenn Kaepernick og Marshall þarna úti en ég gerði mér grein fyrir.“

Vísir gerði meðfylgjandi skýringarmyndband um mál Kaepernick í haust:

Klippa: Nike og Colin Kaepernick vekja reiði Bandaríkjamanna


NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike

NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike.

Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné

Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn.

Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð

Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×