Sport

Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klappstýrur 49ers að störfum.
Klappstýrur 49ers að störfum. vísir/getty
Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn.

Það var klappstýra hjá San Francisco 49ers sem fór niður á hné fyrir leik liðsins gegn Oakland Raiders. Ekki er vitað hver hún er enn sem komið er en búast má við henni í fréttum fljótlega.





Það var einmitt leikstjórnandinn Colin Kaepernick sem hóf þessi mótmæli er hann var leikstjórnandi hjá 49ers. Það gerði hann til þess að mótmæla lögregluofbeldi og mismunun í Bandaríkjunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem klappstýra tekur þátt í mótmælunum og verður áhugavert að sjá hvernig tekið verður á hennar máli.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×