Jonas Brothers snúa aftur eftir sex ára hlé: Tónleikaferðalag og plata á leiðinni Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2019 21:53 Jonas Brothers snúa aftur. Vísir/Getty Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu. Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Hljómsveitin Jonas Brothers snýr aftur í ár eftir sex ára hlé. Bræðurnir Kevin, Joe og Nick eru sagðir hafa flogið til London í vikunni til að skipuleggja endurkomuna en bræðurnir nutu mikilla vinsælda fyrir tæpum áratug síðan og áttu hug og hjörtu unglingsstúlkna um allan heim. Bræðurnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 eftir að hafa fengið tækifæri á Disney-sjónvarpsstöðinni og urðu fljótlega hluti af geysivinsælum ungmennahóp stöðvarinnar sem innihélt stjörnur á borð við Selena Gomez, Miley Cyrus og Demi Lovato. Fengu bræðurnir sína eigin þætti, JONAS, sem náðu þó ekki miklu flugi og var framleiðslu hætt eftir tvær þáttaraðir en engu að síður var hljómsveit þeirra gríðarlega vinsæl um alla heim og muna eflaust margir eftir slögurum á borð við S.O.S, Burnin‘ Up og Lovebug.Bræðurnir tilkynntu endalok sveitarinnar í Good Morning America árið 2013. Nú stefna þeir á endurkomu.Vísir/GettyEftir endalok hljómsveitarinnar árið 2013 sneru bræðurnir sér að öðrum verkefnum. Nick Jonas, yngsti bróðirinn, hóf sólóferil sinn og gekk nýlega í það heilaga með leikkonunni Priyanka Chopra við hátíðlega athöfn á Indlandi. Joe stofnaði hljómsveitina DNCE og hefur samband hans við Game of Thrones leikkonuna Sophie Turner verið áberandi. Kevin hefur verið minna í sviðsljósinu en yngri bræður sínir en hann tók þátt í raunveruleikaþáttum á borð við Celebrity Apprentice og stofnaði byggingafyrirtækið JonasWerner. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta því tekið gleði sína á ný eftir sex ára fjarveru sveitarinnar sem boðar nýja tónlist og tónleikaferðalag á árinu.
Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira