Innlent

Langar raðir vegna frosinna salerna

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá langa röð sem myndaðist við salernisaðstöðuna við Jökulsárlón.
Hér má sjá langa röð sem myndaðist við salernisaðstöðuna við Jökulsárlón. Facebook/ Þröstur Sverrisson
Vegna mikils kulda á landinu hafa lagnir í salernum á ferðamannasvæðinu við Jökulsárlón frosið. Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðar greindi frá aðstæðum á Facebook í dag.

Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar sagði í samtali við mbl.is í dag að lagnirnar hafi verið frosnar í einhvern tíma og óvíst sé hversu lengi ástandið muni vara.

Vegna aðstæðnanna er einungis eitt salerna á svæðinu nothæft og hafa af þeim sökum myndast miklar raðir þegar margt er um manninn á svæðinu. Frá þessu er greint í Facebook hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar.

Sé litið á veðurspá Veðurstofu má sjá að búist er við áframhaldandi kulda á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×