Stefnir langt í boxinu Starri Freyr Jónsson skrifar 5. febrúar 2019 07:00 Emin Kadri Eminsson ætlar sér langt í íþróttinni. MYND/SIGTRYGGUR ARI Mikil staðfesta og þrautseigja hefur skilað hinum sextán ára gamla Emin Kadri Eminssyni nafnbótinni Hnefaleikamaður ársins 2018. Hann hóf ungur að stunda hnefaleika en segja má að hann hafi virkilega byrjað að helga sig íþróttinni fyrir alvöru fyrir fjórum árum, þá tólf ára gamall. Í maí á síðasta ári varð hann t.d. fyrsti Íslendingurinn til að sigra á alþjóðamóti í hnefaleikum en þá sigraði hann í sínum aldursflokki á Boxam, sterku alþjóðlegu móti sem haldið er á Spáni. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá þessum unga og efnilega íþróttamanni.Emin Kadri hóf að keppa í hnefaleikum um 11-12 ára aldurinn.Mynd/Sigtryggur Ari„Ég held að ég hafi verið 8-9 ára gamall þegar ég byrjaði í hnefaleikum. Eins og flestir jafnaldrar mínir byrjaði ég í hópíþróttum eins og fótbolta og handbolta. Ég fann mig samt aldrei þar heldur kunni ég strax betur við mig í einstaklingsíþróttum. Þar þurfti ég að stóla á sjálfan mig. Ef ég vann var það mér að þakka og ef ég tapaði gat ég engum kennt um nema sjálfum mér.“Emin keppti gegn Ethan Tisbury úr Romford BC á hnefaleikamóti Hnefaleikafélags Kópavogs undir lok síðasta árs.MYND/RÓBERT ELÍS ERLINGSSONHvatning frá pabba Hnefaleikarnir voru þó ekki augljóst skref fyrir hinn unga Emin. Hann segir föður sinn eiga stærstan þátt í að ýta honum í þá átt. „Ég man að ég var ekki spenntur fyrst en pabbi hvatti mig áfram og vildi endilega að ég myndi prófa. Eftir nokkra tíma var áhuginn ekki kominn en hann píndi mig áfram. Á þessum tímapunkti vildi ég frekar hanga heima í tölvuleikjum eins og margir félaga minna og vera latur. En svo kom áhuginn smátt og smátt og eftir að hafa æft um tíma fannst mér íþróttin mjög skemmtileg. Um 11-12 ára aldurinn hóf ég að keppa og þá áttaði ég mig fyrst á því að ég var bara nokkuð góður. Frá þessum tíma hef ég tekið íþróttina föstum tökum enda hefur þetta verið mikil vinna en um leið auðvitað mjög gaman.“Emin (t.h.) ásamt félaga sínum Kristjáni Kristjánssyni. MYND/HELGA BRÍETMikil hvatning Það skipti hann því miklu máli að hljóta útnefninguna Hnefaleikamaður ársins á síðasta ári. „Það var frábært að fá þau verðlaun og um leið eru þau enn meiri hvatning fyrir mig til að gera betur á næstu árum. Ég hef lagt mikla vinnu í hnefaleikana undanfarin ár og þroskast mikið, þrátt fyrir ungan aldur.“ Emin keppir í ólympískum hnefaleikum þar sem keppt er í þremur lotum meðan atvinnumenn keppa í tólf lotum. Keppnisárið í fyrra var viðburðaríkt en fyrir utan það að sigra á fyrrnefndu móti á Spáni tók hann m.a. þátt í Olaine Cup í Lettlandi og stuttu síðar í Riga Open, sem einnig var haldið í Lettlandi. „Boxam á Spáni var gríðarlega sterkt alþjóðlegt mót þar sem tólf þjóðir tóku þátt. Ég vann Spánverja í úrslitunum og var það afar sætur sigur. Í september tók ég svo þátt í Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót. Þar keppti ég við Íra í undanúrslitum og sigraði unglingameistara Lettlands í úrslitum. Í nóvember sigraði ég Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti sem Hnefaleikafélag Kópavogs hélt og tveimur vikum síðar tók ég þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti sem heitir Riga Open og var haldið í Lettlandi. Ég sigraði keppanda frá Lettlandi í fyrsta bardaga en tapaði á móti keppanda frá Litháen í undanúrslitum.“ Auk þess sem að framan er talið varð Emin Íslandsmeistari árið 2017 í sínum aldursflokki og vann til gullverðlauna á móti í Svíþjóð sama ár.Auk þess að æfa hnefaleika stundar hann nám við Fjölbrautaskólann í BreiðholtiMYND/SIGTRYGGUR ARIÁtök fram undan Það er sannarlega engin slökun fyrirhuguð á þessu ári. „Ég er nýlega kominn heim úr vikulöngum æfingabúðum á Írlandi og fer þangað aftur með liðinu mínu til að keppa í mars. Í lok sama mánaðar tek ég þátt á Norðurlandameistaramótinu í fyrsta sinn og langar mikið að vinna þar en enginn Íslendingur hefur sigrað á því móti. Þessa dagana er ég einmitt að leita að styrktaraðilum enda kostar sitt að taka þátt í þessu öllu saman.“Gítarinn róar Allir dagar eru vel skipulagðir hjá Emin en auk þess að æfa hnefaleika stundar hann nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Svo hef ég líka verið í gítarnámi undanfarin sjö ár en þar spila ég á klassískan gítar. Þetta er ágætis blanda, hnefaleikar með öllum sínum látum og svo róandi gítarleikurinn sem hvílir líkama og sál. Annars er ég frekar rólegur og „tsjillaður“ gaur þótt ég stundi hnefaleika, bara dæmigerður ungur maður á mínum aldri.“ Birtist í Fréttablaðinu Box Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Mikil staðfesta og þrautseigja hefur skilað hinum sextán ára gamla Emin Kadri Eminssyni nafnbótinni Hnefaleikamaður ársins 2018. Hann hóf ungur að stunda hnefaleika en segja má að hann hafi virkilega byrjað að helga sig íþróttinni fyrir alvöru fyrir fjórum árum, þá tólf ára gamall. Í maí á síðasta ári varð hann t.d. fyrsti Íslendingurinn til að sigra á alþjóðamóti í hnefaleikum en þá sigraði hann í sínum aldursflokki á Boxam, sterku alþjóðlegu móti sem haldið er á Spáni. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá þessum unga og efnilega íþróttamanni.Emin Kadri hóf að keppa í hnefaleikum um 11-12 ára aldurinn.Mynd/Sigtryggur Ari„Ég held að ég hafi verið 8-9 ára gamall þegar ég byrjaði í hnefaleikum. Eins og flestir jafnaldrar mínir byrjaði ég í hópíþróttum eins og fótbolta og handbolta. Ég fann mig samt aldrei þar heldur kunni ég strax betur við mig í einstaklingsíþróttum. Þar þurfti ég að stóla á sjálfan mig. Ef ég vann var það mér að þakka og ef ég tapaði gat ég engum kennt um nema sjálfum mér.“Emin keppti gegn Ethan Tisbury úr Romford BC á hnefaleikamóti Hnefaleikafélags Kópavogs undir lok síðasta árs.MYND/RÓBERT ELÍS ERLINGSSONHvatning frá pabba Hnefaleikarnir voru þó ekki augljóst skref fyrir hinn unga Emin. Hann segir föður sinn eiga stærstan þátt í að ýta honum í þá átt. „Ég man að ég var ekki spenntur fyrst en pabbi hvatti mig áfram og vildi endilega að ég myndi prófa. Eftir nokkra tíma var áhuginn ekki kominn en hann píndi mig áfram. Á þessum tímapunkti vildi ég frekar hanga heima í tölvuleikjum eins og margir félaga minna og vera latur. En svo kom áhuginn smátt og smátt og eftir að hafa æft um tíma fannst mér íþróttin mjög skemmtileg. Um 11-12 ára aldurinn hóf ég að keppa og þá áttaði ég mig fyrst á því að ég var bara nokkuð góður. Frá þessum tíma hef ég tekið íþróttina föstum tökum enda hefur þetta verið mikil vinna en um leið auðvitað mjög gaman.“Emin (t.h.) ásamt félaga sínum Kristjáni Kristjánssyni. MYND/HELGA BRÍETMikil hvatning Það skipti hann því miklu máli að hljóta útnefninguna Hnefaleikamaður ársins á síðasta ári. „Það var frábært að fá þau verðlaun og um leið eru þau enn meiri hvatning fyrir mig til að gera betur á næstu árum. Ég hef lagt mikla vinnu í hnefaleikana undanfarin ár og þroskast mikið, þrátt fyrir ungan aldur.“ Emin keppir í ólympískum hnefaleikum þar sem keppt er í þremur lotum meðan atvinnumenn keppa í tólf lotum. Keppnisárið í fyrra var viðburðaríkt en fyrir utan það að sigra á fyrrnefndu móti á Spáni tók hann m.a. þátt í Olaine Cup í Lettlandi og stuttu síðar í Riga Open, sem einnig var haldið í Lettlandi. „Boxam á Spáni var gríðarlega sterkt alþjóðlegt mót þar sem tólf þjóðir tóku þátt. Ég vann Spánverja í úrslitunum og var það afar sætur sigur. Í september tók ég svo þátt í Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót. Þar keppti ég við Íra í undanúrslitum og sigraði unglingameistara Lettlands í úrslitum. Í nóvember sigraði ég Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti sem Hnefaleikafélag Kópavogs hélt og tveimur vikum síðar tók ég þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti sem heitir Riga Open og var haldið í Lettlandi. Ég sigraði keppanda frá Lettlandi í fyrsta bardaga en tapaði á móti keppanda frá Litháen í undanúrslitum.“ Auk þess sem að framan er talið varð Emin Íslandsmeistari árið 2017 í sínum aldursflokki og vann til gullverðlauna á móti í Svíþjóð sama ár.Auk þess að æfa hnefaleika stundar hann nám við Fjölbrautaskólann í BreiðholtiMYND/SIGTRYGGUR ARIÁtök fram undan Það er sannarlega engin slökun fyrirhuguð á þessu ári. „Ég er nýlega kominn heim úr vikulöngum æfingabúðum á Írlandi og fer þangað aftur með liðinu mínu til að keppa í mars. Í lok sama mánaðar tek ég þátt á Norðurlandameistaramótinu í fyrsta sinn og langar mikið að vinna þar en enginn Íslendingur hefur sigrað á því móti. Þessa dagana er ég einmitt að leita að styrktaraðilum enda kostar sitt að taka þátt í þessu öllu saman.“Gítarinn róar Allir dagar eru vel skipulagðir hjá Emin en auk þess að æfa hnefaleika stundar hann nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Svo hef ég líka verið í gítarnámi undanfarin sjö ár en þar spila ég á klassískan gítar. Þetta er ágætis blanda, hnefaleikar með öllum sínum látum og svo róandi gítarleikurinn sem hvílir líkama og sál. Annars er ég frekar rólegur og „tsjillaður“ gaur þótt ég stundi hnefaleika, bara dæmigerður ungur maður á mínum aldri.“
Birtist í Fréttablaðinu Box Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira