Febrúarspá Siggu Kling – Krabbinn: Þolir ekki stöðnun og þráir nýja lífsreynslu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Krabbinn minn, stundum ertu ekki viss hvort þú eigir að gleðjast eða gráta og það fer eftir því hvað þú ert búinn að fara yfir mikla erfiðleika eða ekki því það eru þeir sem gera þig sterkari. Ef þú hefur lent í miklum erfiðleikum þá er ansi fátt sem fær þig raunverulega til að gráta, en þú getur orðið pínu leiður og hugsað; þetta er ekki það versta sem hefur komið fyrir í lífi mínu og þannig kemstu yfir það. Þess vegna er hægt að segja við þig að hvert ár gerir líf þitt betra og seinnipartinn í lífi þínu læturðu sannarlega ekkert á þig fá. Núna ertu á tímabili sem er eins og þú sért að keppa í Formúlu 1 en kannt ekkert að keyra bíl, svo allt stressar þig, allt fer í taugarnar á þér og það er eins og þú ofandir. En svo eftir augnablik vaknarðu og sérð að þetta var bara martröð, þessi tími er þannig, eins og martröð en enginn eftirmáli, þú bara vaknar og málin reddast. Það skemmtilega við þig elskan mín er að þú þolir ekki stöðnun og þráir nýja lífsreynslu og þú ert akkúrat núna að fara niður þá rennibraut, en það er eitthvað sem þú munt velja þér og ákveða hvaða braut það verður og hvar hún er. Svo láttu þér ekki koma neitt á óvart því þú skelltir þér sjálfur í þessa rennibraut og valdir það. Þú átt vini svo ólíka að einkennum og það er dásamlegt að þú getur aðlagað þig að ólíklegasta fólki sem er mikill hæfileiki og þar af leiðandi eiga eftir að skapast skemmtilegri ævintýri í kringum þig en flesta aðra. Þú ert traustari en allt í ástinni, sérstaklega þegar þú myndar ástarsamband snemma, því þá er eins og enginn getir höggið á þráðinn og löng ástarsambönd eru þér ávallt fyrir bestu, þess vegna segi ég við þig að ef þér finnst grasið ekki grænt heima hjá þér skaltu bara vökva það betur. Ef þú ert á lausu finnst þér þú vera á skíðum sem eru brotin að framan og þú átt svo erfitt að stýra hvert þú ert að fara, staðföst ást við Krabba, ekkert er betra í heiminum en það. Knús og kossar, Kling.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, stundum ertu ekki viss hvort þú eigir að gleðjast eða gráta og það fer eftir því hvað þú ert búinn að fara yfir mikla erfiðleika eða ekki því það eru þeir sem gera þig sterkari. Ef þú hefur lent í miklum erfiðleikum þá er ansi fátt sem fær þig raunverulega til að gráta, en þú getur orðið pínu leiður og hugsað; þetta er ekki það versta sem hefur komið fyrir í lífi mínu og þannig kemstu yfir það. Þess vegna er hægt að segja við þig að hvert ár gerir líf þitt betra og seinnipartinn í lífi þínu læturðu sannarlega ekkert á þig fá. Núna ertu á tímabili sem er eins og þú sért að keppa í Formúlu 1 en kannt ekkert að keyra bíl, svo allt stressar þig, allt fer í taugarnar á þér og það er eins og þú ofandir. En svo eftir augnablik vaknarðu og sérð að þetta var bara martröð, þessi tími er þannig, eins og martröð en enginn eftirmáli, þú bara vaknar og málin reddast. Það skemmtilega við þig elskan mín er að þú þolir ekki stöðnun og þráir nýja lífsreynslu og þú ert akkúrat núna að fara niður þá rennibraut, en það er eitthvað sem þú munt velja þér og ákveða hvaða braut það verður og hvar hún er. Svo láttu þér ekki koma neitt á óvart því þú skelltir þér sjálfur í þessa rennibraut og valdir það. Þú átt vini svo ólíka að einkennum og það er dásamlegt að þú getur aðlagað þig að ólíklegasta fólki sem er mikill hæfileiki og þar af leiðandi eiga eftir að skapast skemmtilegri ævintýri í kringum þig en flesta aðra. Þú ert traustari en allt í ástinni, sérstaklega þegar þú myndar ástarsamband snemma, því þá er eins og enginn getir höggið á þráðinn og löng ástarsambönd eru þér ávallt fyrir bestu, þess vegna segi ég við þig að ef þér finnst grasið ekki grænt heima hjá þér skaltu bara vökva það betur. Ef þú ert á lausu finnst þér þú vera á skíðum sem eru brotin að framan og þú átt svo erfitt að stýra hvert þú ert að fara, staðföst ást við Krabba, ekkert er betra í heiminum en það. Knús og kossar, Kling.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Sjá meira