Allir ættu að sleppa sykri Björk Eiðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 16:30 Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og lífsstílsráðgjafi, er hlynnt einföldum breytingum að betri heilsu. „Enda virka megrunarkúrar og stíf matarplön síður til lengri tíma litið.“ Margir eru um þessar mundir að skoða breytt mataræði og því heyrðum við í Júlíu varðandi hagnýt ráð sem lesendur geta tileinkað sér á nýju ári fyrir bætta heilsu. Júlía borðar sjálf engan hvítan sykur og segir það stóran þátt í því að hún nái að viðhalda góðu formi, orku og heilsu allan ársins kring. Júlía borðar sjálf engan hvítan sykur og segir það stóran þátt í því að hún nái að viðhalda góðu formi, orku og heilsu allan ársins kring.„Ég var hins vegar alls ekki alltaf í hollustunni og lengi vel lifði ég á skyndibita, ís og „blandi í poka“. Helsti ótti minn var alltaf að hollt mataræði yrði leiðigjarnt og bragðlítið og því hef ég það ávallt að markmiði að uppskriftir mínar séu ekki bara hollar heldur bragðgóðar og girnilegar á að líta,“ segir hún. „Þrátt fyrir fjölmargar ólíkar kenningar um mataræði eru nánast allir sammála um sykurinn. Hann er hreinlega skelfilegur fyrir heilsuna og algjörlega næringarlaus. Enda hafa rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi sykurs aldrei verið eins margar og nú og sýna þær að óhófleg neysla á sykri er einn helsti orsakavaldur ofþyngdar, þreytu, vanlíðunar, meltingarvandamála, sykursýki og ótal fleiri kvilla og sjúkdóma. Það mætti því nánast segja að hollt mataræði geti ekki verið hollt fyrr en það er án eða með afar takmörkuðu magni af sykri. Sykur skiptist í glúkósa og frúktósa. Umframmagn af frúktósa er það sem við viljum forðast en það leiðir til þess að líkaminn geymir sykur sem fitu. Frúktósi finnst í miklu magni í hvítum sykri, hrásykri og agave og einnig ávöxtum en þó er hann mismikill eftir tegund ávaxta.“Góð ráð til að minnka sykurinnGættu svefnsins Svefnleysi er gjarnan orsakavaldur sykurlöngunar. Svefnskortur dregur úr leptínhormónum sem gera það að verkum að matarlöngun eykst, sem útskýrir af hverju mörg okkar narta meira yfir daginn þegar við höfum sofið illa. Mjög mikilvægt er að ná góðum svefni fyrir fitubrennslu, afköst, orku og almenna vellíðan.Endurstilltu bragðlaukana með dökkgrænum laufum Beiska bragðið frá dökkgrænu grænmeti hjálpar til við að draga úr þörf líkamans fyrir sykur. Bættu því grænu grænmeti eins og t.d. grænkáli og spínati út í búst, salat eða annað. Þér gæti þótt það vont á bragðið fyrst um sinn en eftir smá tíma aðlagast líkaminn sykurminna mataræðinu og endurstillir sig.Taktu inn steinefni Steinefni; magnesíum og króm þá sérstaklega, hjálpa líkamanum að vinna á sykurþörfinni sem mörg okkar glíma við. Oft framkallar líkaminn þörf fyrir sykur þegar hann er í raun að kalla eftir steinefnum. Króm er þá gott fyrir þá sem glíma við blóðsykursójafnvægi og magnesíum fyrir þá sem hafa mikla súkkulaðilöngun, æfa mikið, glíma við meltingarvandamál eða mikla streitu.Holl fita er lykilatriði Holl fita er algjör lykill til að halda blóðsykri jöfnum og seðja líkamann. Oft þegar holl fita er ekki til staðar leitar líkaminn í sykur. Holl fita er einnig einstaklega góð fyrir einbeitingu og brennslu. Avókadó, möndlur, möndlusmjör, og tahini eru nokkrir af mínum uppáhalds fitugjöfum.Endurskoðum venjur okkar Hversu mörg okkar grípa í sykurinn yfir daginn af gömlum vana? Við nörtum í kex með kaffinu, borðum nammi yfir sjónvarpinu eða verðlaunum okkur eftir langan vinnudag með smá súkkulaði. Gott er að kanna hvenær við sækjum í sykur hreinlega af vana og sjá þá hvort hægt sé að koma með betri valkost. Væri t.d. hægt að hafa hollara kvöldsnarl? Verðlauna okkur með nuddi eða hollu súkkulaði og kaffibolla í ró og næði? Slepptu sykri með ókeypis 14 daga áskorun Á döfinni hjá Júlíu er ókeypis 14 daga sykurlaus áskorun sem hefst mánudaginn 28. janúar. Áskorunin er haldin sjötta árið í röð og hefur aldrei verið vinsælli enda næstum 30.000 manns skráðir til leiks. Júlía gefur 5 uppskriftir sem slá á sykurlöngunina í hvorri viku auk innkaupalista, ráða og stuðnings frá Facebookgrúppu áskorunarinnar.Skráning fer fram á heimasíðunni. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og lífsstílsráðgjafi, er hlynnt einföldum breytingum að betri heilsu. „Enda virka megrunarkúrar og stíf matarplön síður til lengri tíma litið.“ Margir eru um þessar mundir að skoða breytt mataræði og því heyrðum við í Júlíu varðandi hagnýt ráð sem lesendur geta tileinkað sér á nýju ári fyrir bætta heilsu. Júlía borðar sjálf engan hvítan sykur og segir það stóran þátt í því að hún nái að viðhalda góðu formi, orku og heilsu allan ársins kring. Júlía borðar sjálf engan hvítan sykur og segir það stóran þátt í því að hún nái að viðhalda góðu formi, orku og heilsu allan ársins kring.„Ég var hins vegar alls ekki alltaf í hollustunni og lengi vel lifði ég á skyndibita, ís og „blandi í poka“. Helsti ótti minn var alltaf að hollt mataræði yrði leiðigjarnt og bragðlítið og því hef ég það ávallt að markmiði að uppskriftir mínar séu ekki bara hollar heldur bragðgóðar og girnilegar á að líta,“ segir hún. „Þrátt fyrir fjölmargar ólíkar kenningar um mataræði eru nánast allir sammála um sykurinn. Hann er hreinlega skelfilegur fyrir heilsuna og algjörlega næringarlaus. Enda hafa rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi sykurs aldrei verið eins margar og nú og sýna þær að óhófleg neysla á sykri er einn helsti orsakavaldur ofþyngdar, þreytu, vanlíðunar, meltingarvandamála, sykursýki og ótal fleiri kvilla og sjúkdóma. Það mætti því nánast segja að hollt mataræði geti ekki verið hollt fyrr en það er án eða með afar takmörkuðu magni af sykri. Sykur skiptist í glúkósa og frúktósa. Umframmagn af frúktósa er það sem við viljum forðast en það leiðir til þess að líkaminn geymir sykur sem fitu. Frúktósi finnst í miklu magni í hvítum sykri, hrásykri og agave og einnig ávöxtum en þó er hann mismikill eftir tegund ávaxta.“Góð ráð til að minnka sykurinnGættu svefnsins Svefnleysi er gjarnan orsakavaldur sykurlöngunar. Svefnskortur dregur úr leptínhormónum sem gera það að verkum að matarlöngun eykst, sem útskýrir af hverju mörg okkar narta meira yfir daginn þegar við höfum sofið illa. Mjög mikilvægt er að ná góðum svefni fyrir fitubrennslu, afköst, orku og almenna vellíðan.Endurstilltu bragðlaukana með dökkgrænum laufum Beiska bragðið frá dökkgrænu grænmeti hjálpar til við að draga úr þörf líkamans fyrir sykur. Bættu því grænu grænmeti eins og t.d. grænkáli og spínati út í búst, salat eða annað. Þér gæti þótt það vont á bragðið fyrst um sinn en eftir smá tíma aðlagast líkaminn sykurminna mataræðinu og endurstillir sig.Taktu inn steinefni Steinefni; magnesíum og króm þá sérstaklega, hjálpa líkamanum að vinna á sykurþörfinni sem mörg okkar glíma við. Oft framkallar líkaminn þörf fyrir sykur þegar hann er í raun að kalla eftir steinefnum. Króm er þá gott fyrir þá sem glíma við blóðsykursójafnvægi og magnesíum fyrir þá sem hafa mikla súkkulaðilöngun, æfa mikið, glíma við meltingarvandamál eða mikla streitu.Holl fita er lykilatriði Holl fita er algjör lykill til að halda blóðsykri jöfnum og seðja líkamann. Oft þegar holl fita er ekki til staðar leitar líkaminn í sykur. Holl fita er einnig einstaklega góð fyrir einbeitingu og brennslu. Avókadó, möndlur, möndlusmjör, og tahini eru nokkrir af mínum uppáhalds fitugjöfum.Endurskoðum venjur okkar Hversu mörg okkar grípa í sykurinn yfir daginn af gömlum vana? Við nörtum í kex með kaffinu, borðum nammi yfir sjónvarpinu eða verðlaunum okkur eftir langan vinnudag með smá súkkulaði. Gott er að kanna hvenær við sækjum í sykur hreinlega af vana og sjá þá hvort hægt sé að koma með betri valkost. Væri t.d. hægt að hafa hollara kvöldsnarl? Verðlauna okkur með nuddi eða hollu súkkulaði og kaffibolla í ró og næði? Slepptu sykri með ókeypis 14 daga áskorun Á döfinni hjá Júlíu er ókeypis 14 daga sykurlaus áskorun sem hefst mánudaginn 28. janúar. Áskorunin er haldin sjötta árið í röð og hefur aldrei verið vinsælli enda næstum 30.000 manns skráðir til leiks. Júlía gefur 5 uppskriftir sem slá á sykurlöngunina í hvorri viku auk innkaupalista, ráða og stuðnings frá Facebookgrúppu áskorunarinnar.Skráning fer fram á heimasíðunni.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Sjá meira