Aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðunum þarf að vera umtalsverð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2019 18:45 Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín. Akranes Kjaramál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín.
Akranes Kjaramál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira