Lífið

Gwyneth Paltrow tók fyrrverandi með í brúðkaupsferðina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin og Paltrow voru gift frá 2004-2014.
Martin og Paltrow voru gift frá 2004-2014.

Leikkonan Gwyneth Paltrow og leikstjórinn Brad Falchuk gengu í það heilaga seinnipartinn á síðasta ári en hjónin fóru í brúðkaupsferð á Maldíveyjar í Indlandshafi yfir hátíðirnar.

Eins og margir vita var Paltrow gift söngvaranum Chris Martin í tíu ár eða frá 2004-2014 en þau hafa verið góðir vinir eftir skilnaðinn. Þau eru það góðir vinir að Martin fór með hjónunum í brúðkaupsferðina.

„Við fórum bara í stjóra fjölskyldubrúðkaupsferð. Eiginmaðurinn minn og hans börn, mín börn, fyrrverandi eiginmaður minn og okkar bestu vinir,“ segir Patrow í fjölmiðlum ytra.

„Þetta var frekar nútímaleg brúðkaupsferð. Þetta var yndislegt og við skemmtum okkur virkilega vel.“

Chris Martin leikkonan Dakota Johnson eru í dag í ástarsambandi og mætti sú síðarnenda einnig á staðinn.

Martin og Paltrow eiga saman tvö börn, þau Apple (14 ára) og Moses (12 ára) og var þessi ákvörðun tekin fyrir þau.

View this post on Instagram

Sunday brunch #modernfamily

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.