Nýársspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Haustið eykur hag þinn og heppni Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Bogmaðurinn minn, þó þér finnist hlutirnir standa í stað í janúar er það bara lognið á undan góða storminum því þetta ár mun þyrla upp öflugri tilfinningum, meiri ást, væntumþykju og vernd heldur en þig óraði fyrir þú ættir til. Þú ert nefnilega gæddur svo góðum gáfum og þú átt eftir að koma þeim á framfæri með þvílíku sjálfsöryggi, en þú þarft alltaf að skoða að þú þarft líka að slaka ögn meira á, því þá ertu skemmtilegasta manneskjan í partýinu. Næstu mánuðir láta þig vera töluvert á tánum, þú spekúlerar í svo mörgu sem þú hefur ekki veitt athygli áður og finnst eins og þú sért að upplifa skilyrðislausa ást. Sannfæringarkraftur þinn sannfærir meira að segja sjálfan þig, sem er svo stórkostlegt og færir þig nær því að verða þín eigin fyrirmynd og að fylgja eigin fordæmi. Ég hef verið með mörg námskeið um það hvernig á að efla sjálfan sig og þar hef ég spurt hver er þín helsta fyrirmynd og hvers vegna? Og magnaðasta svarið hefur mér alltaf fundist vera þegar fólk hefur svarað „ég er mín fyrirmynd“ og hefur getað útskýrt hvers vegna. Persónulega eru Móðir Theresa og Joan Rivers þær manneskjur sem ég hef mest litið upp til, en ég vildi líka alltaf hitta völvu Vikunnar því mér fannst hún vita allt og þar af leiðandi vera gott fordæmi, en svo mörgum árum seinna var ég einmitt hún, Valvan og þar með var ég orðin mín eigin fyrirmynd. Síðan eru liðin mörg ár og nýjar persónur bætast sífellt við, en fyrirmyndir eru einmitt það að sjá eitthvað fyrir sér sem þú þráir að skuli einkenna þig. September er mánuðurinn sem byggir upp á því hversu hugrakkur þú ert og þar sem þú ert Bogmaður þá getur þú miðað og þú munt hitta á réttan stað ef þú hefur kjark til að skjóta. Haustið eykur hag þinn og heppni ef þú þorir og gefur þér mörg og sérkennileg markmið sem tengjast ferðalögum, spennandi áfangastöðum og áhættu sem eflir þig enn meira elskan mín. Það verður svo stórkostlegt að þú sérð það í byrjun árs 2020 að allt fer eftir þínu höfði, kannski ekki nákvæmlega eins og þú ætlaðir, en lendir þér á réttum stað á réttum tíma, því að lífið mun leysa úr krossgátunni á hárréttan máta og tíma.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt, Kjartan Kjartansson athafnamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Elsku Bogmaðurinn minn, þó þér finnist hlutirnir standa í stað í janúar er það bara lognið á undan góða storminum því þetta ár mun þyrla upp öflugri tilfinningum, meiri ást, væntumþykju og vernd heldur en þig óraði fyrir þú ættir til. Þú ert nefnilega gæddur svo góðum gáfum og þú átt eftir að koma þeim á framfæri með þvílíku sjálfsöryggi, en þú þarft alltaf að skoða að þú þarft líka að slaka ögn meira á, því þá ertu skemmtilegasta manneskjan í partýinu. Næstu mánuðir láta þig vera töluvert á tánum, þú spekúlerar í svo mörgu sem þú hefur ekki veitt athygli áður og finnst eins og þú sért að upplifa skilyrðislausa ást. Sannfæringarkraftur þinn sannfærir meira að segja sjálfan þig, sem er svo stórkostlegt og færir þig nær því að verða þín eigin fyrirmynd og að fylgja eigin fordæmi. Ég hef verið með mörg námskeið um það hvernig á að efla sjálfan sig og þar hef ég spurt hver er þín helsta fyrirmynd og hvers vegna? Og magnaðasta svarið hefur mér alltaf fundist vera þegar fólk hefur svarað „ég er mín fyrirmynd“ og hefur getað útskýrt hvers vegna. Persónulega eru Móðir Theresa og Joan Rivers þær manneskjur sem ég hef mest litið upp til, en ég vildi líka alltaf hitta völvu Vikunnar því mér fannst hún vita allt og þar af leiðandi vera gott fordæmi, en svo mörgum árum seinna var ég einmitt hún, Valvan og þar með var ég orðin mín eigin fyrirmynd. Síðan eru liðin mörg ár og nýjar persónur bætast sífellt við, en fyrirmyndir eru einmitt það að sjá eitthvað fyrir sér sem þú þráir að skuli einkenna þig. September er mánuðurinn sem byggir upp á því hversu hugrakkur þú ert og þar sem þú ert Bogmaður þá getur þú miðað og þú munt hitta á réttan stað ef þú hefur kjark til að skjóta. Haustið eykur hag þinn og heppni ef þú þorir og gefur þér mörg og sérkennileg markmið sem tengjast ferðalögum, spennandi áfangastöðum og áhættu sem eflir þig enn meira elskan mín. Það verður svo stórkostlegt að þú sérð það í byrjun árs 2020 að allt fer eftir þínu höfði, kannski ekki nákvæmlega eins og þú ætlaðir, en lendir þér á réttum stað á réttum tíma, því að lífið mun leysa úr krossgátunni á hárréttan máta og tíma.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt, Kjartan Kjartansson athafnamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira