Menning

Bætt aðgengi að íslenskri myndlistarsögu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Við undirritun samningsins.
Við undirritun samningsins. Myndstef

Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi unnið að samningi um myndbirtingu höfundarréttarvarinna verka. Samkvæmt samningnum fá söfn leyfi til að birta ljósmyndir af verkum í höfundarrétti. Þannig eykst aðgengi almennings.

Aðgengi hefur hingað til einskorðast við texta en nú verður hægt að sjá afrit af ljósmyndum. Myndirnar verða vatnsmerktar og vilji fólk kaupa mynd þarf að hafa samband við viðkomandi safn og greiða höfundarlaun. Myndirnar verða birtar á vefsvæðinu www.sarpur.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.