„Alveg til í að vera skrýtni kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Sölvi opnar sig í þættinum Ísland í dag. „Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira