„Alveg til í að vera skrýtni kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Sölvi opnar sig í þættinum Ísland í dag. „Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira