„Alveg til í að vera skrýtni kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Sölvi opnar sig í þættinum Ísland í dag. „Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira